Í tæp tuttugu ár hef ég unnið á einn eða annan hátt að ferðaþjónustu. Þetta er skemmtileg og krefjandi atvinnugrein, en jafnframt ein af þeim sem mengar hvað mest. Mikil kolefnislosun verður af ferðalögum í flugvélum og bílum, á mótórhjólum og fjórhjólum, vélsleðum og sæköttum svo eitthvað af þeim farartækjum sem tengjast atvinnugreininni séu nefnd. Þar með er reyndar mengunin ekki upptalin, því mikið mengast líka vegna alls þess þvottar og hreingerninga sem fylgja ferðaþjónustu. Svo er líka mengun sem við tökum sjaldnast eftir, en hún tengist allri þeirra megnun sem verður vegna sóunar á mat. Diskur eftir disk hverfur af borðum ferðamanna á hótelum
Í mörg ár hef ég hamrað á mikilvægi þess að spara rafmagn í pistlum, greinum, fyrirlestrum og í bók minni KONUR GETA BREYTT HEIMINUM með grænni lífsstíl. Eftir að bókin kom út tók ein vinkona mín sig til og ákvað að fylgja ráðum hennar út í ystu æsar. Hún les mánaðarlega sjálf af rafmagnsmælinum sínum, hringir inn tölurnar og borgar að meðaltali 40-50% minna í rafmagn en íbúar í samsvarandi
Ég man eftir að hafa setið Ferðamálaráðstefnu fyrir um það bil fimmtán árum síðan, þar sem forsvarsmenn Icelandair kynntu þá stefnu sína að fá milljón ferðamenn til Íslands. Mörgum hryllti við þeirri tölu og vildu frekar fá færri ferðamenn, sem myndu greiða hærra verð og leggja minna álag á landið. Ég var ein af þeim. Ég sá fyrir mér að við gætum orðið nokkurs konar “Galapagos norðursins”, þar sem fólk pantaði sér far með löngum fyrirvara og kæmi svo til að njóta óspilltrar náttúru undir leiðsögn aðila sem leggðu áherslu á að vel væri um hana gengið. Um þessa sýn fjallaði ég svo í
Í dag, 22. apríl, fagnar allt að einn milljarður manns víða um heim alþjóðlegum DEGI JARÐAR í fertugasta og fjórða sinn. Þegar áhugamannasamtök í Bandaríkjunum, stóðu fyrir þessari vitundarvakningu fyrst árið 1970 tóku 20 milljón manns þátt í henni, sem þá var einn tíundi hluti þjóðarinnar. Árið 1971 undirritaði svo U Thant aðalritari Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um að þessum dagi skyldi fagna sem DEGI JARÐAR. Í ár er hann tileiknaður grænum borgum. Umhverfisráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið málefnið
Hugsanlega er afstætt að tala um eitthvað grænt fyrir húðina, en orðið grænt hefur þó öðlast það gildi að standa fyrir náttúrulegar, lífrænar og vottaðar vörur, svo það ætti að skiljast. Ég hef nánast eingöngu notað slíkar húðvörur frá því árið 1990, þegar ég átti og rak verslunina Betra líf og byrjaði að flytja inn krem frá Earth Science, en verslunin býður ennþá upp á vörur frá þeim framleiðanda. Nokkur önnur náttúruleg snyrtivörumerki hafa verið að öðlast fastan sess á snyrtivörumarkaðnum undanfarin ár, eins og til dæmis vörurnar
Við búum í ótrúlegu umbúðasamfélagi. Öllu er pakkað í svokallaðar neytendapakkningar sem við förum með heim og þurfum síðan að flokka og skila til endurvinnslu. Ég hef flokkað sorp í rúmlega tuttugu ár og eftir því sem endurvinnsluflokkum fjölgar, minkar hið almenna sorp hjá mér. Stundum er svo lítið af því að ég þarf að henda hálffullum poka,